Verslun og þjónusta

Gjafakort – Bækur – Útivistarvörur – Raftæki – Prentun/Ljósritun/Skönnun – Varúðarpistill – Skoðunarferðir – Afþreying – (Flugvallarskutl) – Tilboð og afslættir.

Á hjólaleigunni er lítil verslun. 

Gjafakortin  eru vinsælust, en þau má nota til að greiða fyrir allar okkar vörur.

Screen Shot 2019-11-27 at 13.39.56Við erum stöðugt að bæta vörum í verslun en erum ekki með stóran lager.  Við erum t.d.með útivistarvörur s.s. netta ódýra bakpoka sem henta vel fyrir hjólatúrinn eða á ströndina, “falin” peningaveski og lítil raftæki eins og vasaútvörp og minniskort í myndavélar.  

Ef fólk er að svipast um eftir einhverskonar apparati s.s. rakvél, myndavél, síma, tölvu o.s.frv. og vill sleppa við ys og þys búðaferða, þá kostar ekkert að senda okkur póst og við könnum verð og afhendingartíma.  Það eru nokkrar ágætar raftækja verslanir á Tenerife sem óhætt er að mæla með en þær stærri eru í nokkurri fjarlægð frá Las Americas svæðinu og þægilegast að fá sér bílaleigubíl ef verið er að huga að leiðangri í slíka.  Ein ágæt er þó í ca. 15 mín fjarlægð og lítið mál að taka leigubíl til að komast þangað. 

Við bjóðum upp á skjalaskönnun, ljósritun og prentun og hágæða prentun á ljósmyndapappír.   Við prentum t.d. út brottfararspjöld og önnur ferðagögn og flest annað sem fólk þarf að fá útprentað á pappír og getum má bæði sækja til okkar eða fá sent á hótel.  Útprentanir geta verið allt að 29.7 x 42.0cm. (A3)

bækur til soluVið seljum bókina hennar Snæfríðar Ingadóttur um Tenerife €29 og Krakkabókina €20 e. Snæfríði og Ragnheiði dóttur hennar og ljóðabókina Þar sem kaffið kólnar ekki €29,  e. Guðna Má Henningsson. 

Við erum einnig með lítið bókasafn af íslenskum bókum og er öllum velkomið að fá lánaðar bækur (án endurgjalds).  Nokkuð er um að fólk skilji eftir bækur sem það er búið að lesa og nennir ekki að taka með sér heim og þiggjum við allar slíkar bækur með þökkum.

Sala afþreyinga- og skoðunarferða – leyfiskyld starfsemi á Tenerife – við höfum gild leyfi.  

Við aðstoðum við fólk að finna afþreyingar og skoðunarferðir eftir óskum hvers og eins og höfum nauðsynleg leyfi frá yfirvöldum fyrir þeirri starfsemi.

Okkur þykir sjálfsagt að allt sem við gerum sé 100% löglegt og að fólk geti treyst því að þannig sé það.  Þess vegna bjóðum ekki sjálf upp á flugvallarskutl en erum í samstarfi við aðila sem hafa leyfi til þess.

Tilboð og afslættir.

Við erum í harðri samkeppni og gerum okkar besta til að vera sanngjörn þegar kemur að verðlagningu.  Samkvæmt viðskiptavinum okkar þá hefur það tekist vel hingað til.  Best er að fylgjast með facebook síðunni okkar varðandi tilboð og af og til setjum við í gang leiki þar sem góðir vinningar verða í boði.

 

Fyrirtækið okkar er skráð og löglegt og við höfum leyfi fyrir allri okkar starfsemi, greiðum skatta og gjöld og stundum heiðarlega viðskiptahætti! 

 

WarningVið vörum eindregið við svokölluðum Indverjabúðum en margir landar okkar hafa einfaldlega tapað miklum peningum því að eiga viðskipti við þær búðir.  Þeir nota allskyns brögð til að laða til sín fólk, þykjast oft eiga frændur og frænkur sem vinna á Íslandi, kunna jafnvel nokkur orð í íslensku og eru tunguliprir.  Eru með flottar útstillingar og ótrúlega góð verð en eiga svo ekki þessar ótrúlega ódýru gæðavörur og bjóða þá fólki annað og “betra” í staðinn.  Þegar fólk opnar svo kassann eða kynnir sér betur vöruna sem keypt var kemur jafnvel í ljós að það er eitthvað allt annað í kassanum eða varan sem var keypt er margra ára gömul og löngu úreld.  Oft tekst þeim svo að selja fólki eitthvað aukalega sem engin þörf er á. Það eru því miður til endalausar sögur um þessa gaura en þrátt fyrir það leggur fólk ennþá leið sína í þeirra búðir.  Ekki vera einn af þeim, það eru miklu betri kostir í stöðunni og mun ódýrara að taka leigubíl eða bílaleigubíl í alvöru raftækjaverslun.  Ef þið trúið okkur ekki, spyrjið þá fararstjórana eða aðra Íslendinga sem þekkja til hér 🙂

 

 

Ef þú ert komin hingað og ennþá að lesa þá áttu klárlega skilið að fá smá glaðning næst þegar þú kemur til okkar.  Við eigum alltaf kaffi á könnunni og jafnvel eitthvað meira með kaffinu – hlökkum til að sjá ykkur á Tenerife 🙂

%d bloggers like this:
search previous next tag category expand menu location phone mail time cart zoom edit close